Ronaldo stefnir ekki í þjálfun

Cristiano Ronaldo gæti lagt skóna á hilluna á næstunni.
Cristiano Ronaldo gæti lagt skóna á hilluna á næstunni. AFP/Miguel Riopa

Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo segist mögulega ætla að leggja skóna á hilluna eftir eitt til tvö ár.

„Plan fyrir starfslok? Ef það þarf að gerast, eftir eitt til tvö ár. Ég veit það ekki, ég verð bráðum 40 ára,“ sagði Ronaldo aðspurður hvort hann væri að plana að leggja skóna á hilluna.

Ronaldo mun fagna fertugsafmæli í febrúar næstkomandi. Hann segir að mikilvægast í fótbolta sé að hafa hungur til þess að spila.

„Mig langar að njóta þess, eins lengi og ég er hungraður til að halda áfram. Daginn sem ég verð saddur hætti ég,“ sagði Ronaldo.

Að stýra fótboltaliðum er ekki í myndinni fyrir Ronaldo.

„Ég sé mig ekki sem þjálfara, það er ekki í plönum mínum. Framtíð mín liggur á öðrum sviðum fótboltans, þó að tíminn muni leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Ronaldo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert