Svekkjandi tap hjá Færeyingum

Gunnar Vatnhamar spilaði allan leikinn í dag.
Gunnar Vatnhamar spilaði allan leikinn í dag. Ljósmynd/@vikingurfc

Færeyska landsliðið tapaði 1:0 gegn Norður-Makedóníu í C-deild í Þjóðadeild karla í knattspyrnu í C-deild í dag.

Með sigri hefðu Færeyingar farið í umspil um sæti í B-deild í Þjóðadeildinni en það tókst ekki í dag. Norður-Makedónía sigraði riðilinn og fer upp í B-deild en liðið fór taplaust í gegnum riðilinn með 16 stig og sigraði alla leiki sína nema einn sem var jafntefli við Færeyjar.

Armenía var með sjö stig í öðru sæti og fer í umspil um sæti í B-deild en Færeyjar voru með sex stig í þriðja sæti. Lettland var í fjórða og neðsta sæti með fjögur stig.

Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings í Bestu deild, spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar. Staðan var 0:0 í hálfleik en Bojan Miovski skoraði sigurmark Norður Makedóníu á 62. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert