Framherjinn sjóðheiti skoraði þrennu

Chris Wood hefur verið óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Chris Wood hefur verið óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Darren Staples

Knattspyrnumaðurinn Chris Wood, sóknarmaður Nottingham Forest sem hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, reimaði á sig markaskóna í landsleik með Nýja-Sjálandi í dag.

Wood skoraði þrennu í 7:0-sigri á Samóa í undankeppni HM 2026 í Eyjaálfu.

Hann hefur skorað átta mörk í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni hingað til og er markahæsti leikmaður í sögu nýsjálenska landsliðsins með 41 mark í 80 leikjum.

 Wood er næstmarkahæstur í ensku deildinni og var valinn leikmaður októbermánaðar í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert