Les liði Heimis pistilinn

Heimir Hallgrímsson ásamt John O'Shea aðstoðarþjálfara.
Heimir Hallgrímsson ásamt John O'Shea aðstoðarþjálfara. Ljosmynd/Írska knattspyrnusambandiö

Írska karlalandsliðið í fótbolta, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, mátti þola stórt tap fyrir Englandi, 5:0, í B-deild Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi. 

Írska liðið átti lítið í sterkt lið Englands og endar með sex stig eftir jafnmarga leiki. Þá mun Írland leika í umspili um áframhaldandi sæti í B-deildinni í mars. 

Eamonn Sweeney, fréttaritari hjá Irish Independent, var ómyrkur í máli eftir tap Írlands. Tók hann í þá strengi að írska liðið myndi aldrei ná að keppa við það enska aftur. 

Voru aldrei að fara sækja úrslit

„Við munum aldrei vinna þá ensku aftur, gleymið stórsigrum gegn stórum liðum. Baráttan okkar er að vera á undan Albaníu, Georgíu og Norður-Makedóníu á meðan við reynum að stökkva fram úr Slóveníu, Skotlandi og Noregi. 

Seinni hálfleikur leiksins er nákvæmlega það sem við má búast þegar lið úr ensku B-deildinni missir leikmann af velli gegn úrvalsdeildarliði. 

Það hefði kannski verið öðruvísi ef Evan Ferguson hefði fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Marc Guehi braut á honum, Írland hefði þá getað tapað 5:1. 

Írska landsliðið var aldrei að fara sækja úrslit. Ekki með þrjá fastamenn í ensku úrvalsdeildinni í liðinu, sem allir leika með liðum í neðri hlutanum. 

Enska liðið er í öðru sólkerfi,“ sagði blaðamaðurinn meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert