Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur dæmt karlaliði Rúmeníu 3:0-sigur í leik liðsins gegn Kósovó í 2. riðli C-deildar Þjóðadeildar karla síðastliðlið föstudagskvöld.
Staðan var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli áður en leiknum lauk. Var það í mótmælaskyni vegna níðsöngva stuðningsmanna Rúmeníu á meðan leiknum stóð í Búkarest.
UEFA komst að þeirri niðurstöðu Kósovó hafi samkvæmt reglum Þjóðadeildarinnar um að ljúka leikjum í keppninni brugðist skyldum sínum og þar ákveðið að gefa leikinn með því að ganga af velli.
Knattspyrnusamband Kósovó var sektað um 6.000 evrur fyrir vikið.
Knattspyrnusamband Rúmeníu var sektað um 128.000 evrur fyrir níðsöngva á leiknum gegn en ekki í garð Kósovó heldur Ungverjalands. Hins vegar hafi stuðningsmenn Rúmeníu truflað þjóðsöng Kósovó fyrir leik.
Karlaliðið þarf af þessum sökum að leika næsta heimaleik sinn án áhorfenda.
Knattspyrnusamband Kósovó sakaði stuðningsmenn Rúmeníu um að hafa ögrað Kósovóbúum með söngvum á við „Kósovó er Serbía.“
Knattspyrnusamband Rúmeníu gaf það hins vegar út í yfirlýsingu að engir níðsöngvar hafi verið sungnir á leiknum.
Hvorki Rúmenía né Serbía viðurkenna sjálfstæði Kósovó sem þjóðar. 100 aðrar þjóðir gera það hins vegar.