Löng fjarvera verður enn lengri

Hörður Björgvin Magnússon hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla.
Hörður Björgvin Magnússon hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné. Hörður lék síðast í september á síðasta ári.

Fótbolti.net greinir frá. Hörður sleit krossband í hné í leik með gríska liðinu Panathinaikos gegn AEK og var frá keppni í tæpt ár vegna þessa.

Hörður jafnaði sig og var klár í að spila þegar hann byrjaði að finna til í hnénu á ný og í ljós kom að hann þurfti á annarri aðgerð að halda til að fá bót meina sinna.

Verður varnarmaðurinn því frá keppni þar til í apríl eða maí. Hann hefur leikið með Panathinaikos frá árinu 2022. Sverrir Ingi Ingason leikur einnig með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert