Barcelona glutraði niður tveggja marka forystu

Raphinha skoraði fyrir Barcelona í kvöld.
Raphinha skoraði fyrir Barcelona í kvöld. AFP/Lluis Gene

Celta Vigo fékk Barcelona í heimsókn í 14. umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld og endaði leikurinn með fjögurra marka jafntefli, 2:2.

Barcelona komst í 2:0 með mörkum frá Raphinha og Robert Lewandowski og leit allt út fyrir að vera í blóma hjá Katalóníuliðinu. 

Undrabarnið Marc Casado fékk hinsvegar sitt annað gula spjald á 82. mínútu og við það snérist leikurinn í höndunum á Börsungum.

Alfon González minnkaði muninn á 84. mínútu og Hugo Álvarez jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Eftir leikinn er Barcelona með fimm stiga forystu á Atletico Madrid á toppi deildarinnar en Real Madrid er sjö stigum á eftir Börsungum. Madridingar eiga reyndar tvo leiki inni á erkifjendur sína.

Celta Vigo er í 11. sæti með 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert