Markvörðurinn knái, Frederik Schram, hefur skrifað undir samning til ársins 2027 við danska félagið Roskilde.
Frederik, sem er 29 ára, spilaði með Roskilde við góðan orðstír frá 2016 - 2019 og er nú mættur aftur til liðsins. Liðið situr á botni næstefstu deildar Danmerkur og þarf nauðsynlega á kröftum Frederik á að halda.
Frederik er með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og danskt, en hann lék síðast með Val í tvö og hálft ár. Þar áður lék hann fyrir Lyngby, SönderjyskE, Roskilde, Vestsjælland, OB og B93.
Frederik á að baki sjö landsleiki fyrir Íslands hönd og var hann hluti af HM hópi Íslands í Rússlandi árið 2018.