Albert Guðmundsson er byrjaður að æfa að nýju með félagsliði sínu Fiorentina eftir að hafa verið frá vegna meiðsla á hægra læri undanfarinn rúman mánuð.
Alberti brá fyrir í myndskeiði sem Fiorentina birti af æfingu á samfélagsmiðlum sínum í gær og því styttist í endurkomu hans.
In campo💜⚜️#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/bAdMYqmtcG
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) November 25, 2024
Sóknarmaðurinn hefur einungis náð að spila fimm leiki fyrir Fiorentina á tímabilinu þar sem Albert var að glíma við kálfameiðsli í upphafi tímabils.
Hann hefur hins vegar nýtt mínúturnar vel þar sem Albert hefur þegar skorað þrjú mörk í leikjunum fimm.
Fiorentina er í harðri toppbaráttu í ítölsku A-deildinni þar sem liðið er í fjórða sæti með 28 stig, aðeins einu stigi á eftir toppliði Napólí.