Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans hjá franska liðinu Lille höfðu betur gegn Bologna frá Ítalíu á útivelli í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld, 2:1.
Ngal'ayel Mukau gerði bæði mörk Lille á meðan Jhon Lucumí skoraði fyrir Bologna. Hákon er að koma til baka eftir meiðsli og hann kom inn á sem varamaður á 86. mínútu. Lille er í tólfta sæti með tíu stig.
Enska liðið Aston Villa og Juventus frá Ítalíu skildu jöfn í Birmingham, 0:0. Villa er í níunda sæti með tíu stig og Juventus í 19. sæti með átta stig.
Þá gerði Dortmund frá Þýskalandi góða ferð til Zagreb höfuðborgar Króatíu og sigraði Dinamo, 3:0. Jamie Gittens, Ramy Bensebaini og Serhou Guirassy skoruðu mörk Dortmund, sem er í fjórða sæti með tólf stig.
Önnur úrslit:
Celtic 1:1 Club Brugge
Liverpool 2:0 Real Madrid
PSV 3:2 Shakhtar
Mónakó 2:3 Benfica