Í fyrsta sinn síðan 1997

Arsenal sá um fimm markanna.
Arsenal sá um fimm markanna. AFP/Patricia de melo Moreira

Nýja deildarkerfi Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla vekur mikla lukku en í gær voru skoruð yfir 40 mörk í annað sinn í sögu keppninnar.

Mörkin urðu alls 40 í gærkvöldi en það eru næstflest mörk á einu kvöldi síðan Meistaradeildin var stofnuð. Flest urðu mörkin 44 árið 1997, eða fyrir 27 árum. 

Meistaradeildinni var breytt í haust en deildarkeppni kom í stað fyrir riðlakeppni. Nú er ein heil deild af 36 liðum þar sem hvert lið mætir átta öðrum liðum. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit en sæti 9 til 24 fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka