Liverpool ekki unnið Real Madrid í 15 ár

Madrídingar hafa haft tök á Liverpool.
Madrídingar hafa haft tök á Liverpool. AFP/Javier Soriano

Liverpool hefur ekki tekist að vinna Evrópumeistara Real Madrid í knattspyrnu karla í 15 ár. 

Liðin tvö mætast í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Anfield. Fyrir leikinn er Liverpool búið að vinna sína fyrstu fjóra leiki í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en Real Madrid er með tvo sigra og tvö töp. 

Liverpool vann Real Madrid síðast árið 2009, eða fyrir 15 árum, en þá kom sögufrægur sigur liðsins á Santiago Bernabeu, 4:0. 

Síðan þá hafa liðin mæst átta sinnum. Real hefur unnið sjö þeirra leikja og einn endað með jafntefli. 

Þá hefur Real tvívegis unnið Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, árin 2018 og 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka