Óvíst hvenær Orri snýr aftur

Orri Steinn Óskarsson gengur meiddur af velli í Cardiff.
Orri Steinn Óskarsson gengur meiddur af velli í Cardiff. Ljósmynd/Alex Nicodim

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að glíma við kálfameiðsli sem hann varð fyrir í leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í síðustu viku.

Ljóst er að framherjinn verður ekki klár þegar félagslið hans Real Sociedad mætir Ajax í Evrópudeildinni á morgun og er óvíst hvenær hann snýr aftur.

„Ég get ekki sagt of mikið en staðan á Orra er ekki sérlega góð því þetta er kálfinn á honum og þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist á kálfa. Stundum virðist þú vera búinn að jafna þig á svoleiðis meiðslum þegar þau koma upp aftur.

Einhverjir sögðu tvær vikur en hann verður ekki klár eftir tvær vikur nema hann jafni sig gríðarlega hratt og vel,“ sagði Imanol Alguacil, knattspyrnustjóri Real Sociedad, á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka