Stuðningsmenn á sjúkrahús eftir stunguárás

Þrír stuðningsmenn Lille voru fluttir á sjúkrahús.
Þrír stuðningsmenn Lille voru fluttir á sjúkrahús. AFP/Sameer Al-Doumy

Tveir stuðningsmenn franska knattspyrnufélagsins Lille voru stungnir í Bologna á Ítalíu í dag en liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

BBC greinir frá að um 80 stuðningsmenn Bologna hafi veist að í kringum 30 stuðningsmönnum Lille fyrir utan krá í háskólahverfinu í Bologna.

Þrír stuðningsmenn Lille voru fluttir á spítala og voru tveir þeirra með áverka eftir eggvopn en þeir eru ekki í lífshættu.

Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka