Bellingham: Liverpool besta liðið

Jude Bellingham á Anfield í gærkvöldi.
Jude Bellingham á Anfield í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Jude Bellingham, miðjumaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, telur að Liverpool sé besta lið Evrópu um þessar mundir. 

Þetta sagði hann í viðtali við TNT eftir tap Real Madrid fyrir Liverpool, 2:0, í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gærkvöldi. 

„Liverpool vildi þetta meira en við ef ég á að vera heiðarlegur. 

Þetta eru slæm úrslit gegn besta liði Evrópu um þessar mundir. Það er engin skömm að koma hingað og tapa en við erum vonsviknir út í hvernig við spiluðum,“ sagði Bellingham. 

Liverpool hefur farið afar vel af stað á tímabilinu en liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á toppnum með fullt hús stiga í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka