Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María er kominn upp fyrir samlanda sinn Lionel Messi í flestum stoðsendingum í sögu Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.
Di María lagði upp seinni tvö mörk Benfica í mikilvægum útisigri á Mónakó í gærkvöldi og fór upp í 42 stoðsendingar.
Messi er með 41 stoðsendingu en Cristiano Ronaldo og Ryan Giggs hafa lagt upp flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar eða 43 hvor.
Di María þarf því aðeins tvær stoðsendingar til að verða stoðsendingahæstur í sögu Meistaradeildarinnar.