Finnur ekki nýtt félag og gæti hætt

Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.
Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. AFP

Þýski knattspyrnumarkvörðurinn Loris Karius er án félags og byrjaður að íhuga að leggja markvarðarhanskana á hilluna.

Karius var síðast hjá Newcastle á Englandi í tvö tímabil en hefur verið án félags frá því í sumar þegar samningur hans við Newcastle rann út.

Þjóðverjinn varði mark Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid árið 2018 en átti erfitt uppdráttar og gerði tvö risastór mistök sem kostuðu mörk. Hann hefur aðeins spilað 74 leiki síðan og gæti ferillinn verið á enda.

„Þú hugsar auðvitað um að hætta þegar þú hefur verið án félags svona lengi. Ég hef samt ekki ákveðið mig. Ég er enn í formi og ég er enn með hæfileikana.

Ég verð samt að vera raunsær og ef nýjar dyr opnast ekki fljótlega gæti ég þurft að snúa mér að öðru,“ sagði Karius við Sportbible.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka