Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé átti ekki góðan leik fyrir Real Madrid er liðið mátti þola tap, 2:0, gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á Anfield í gærkvöldi.
Mbappé spilaði á vinstri kantinum í gær og gekk illa gegn hinum 21 árs Conor Bradley sem hafði góðar gætur á honum.
Þá tókst Mbappé ekki að nýta vítaspyrnu í seinni hálfleik þar sem Caoimhin Kelleher varði frá honum.
Franska dagblaðið virta L'Équipe gaf Mbappé verstu einkunn allra í leiknum eða tvo af tíu mögulegum.
Real er í 24. sæti af 36 liðum í Meistaradeildinni og í hættu á að komast ekki í umspil um sæti í útsláttarkeppninni, en lið 9-24 fara í umspilið.