McTominay með sigurmark Napoli

Scott McTominay í baráttunni um boltann í leiknum í dag.
Scott McTominay í baráttunni um boltann í leiknum í dag. AFP/Marco Bertorello

Miðjumaðurinn knái Scott McTominay skoraði sigurmark Napoli í dag þegar liðið vann Torino á útivelli í ítölsku A-deildinni, 1:0.

Markið kom á 31. mínútu eftir undirbúning Georgíumannsins Khvicha Kvaratskhelia. Hann lagði þá boltann á McTominay sem skoraði með vinstri fótar skoti utarlega úr teignum.

Þetta var þriðja mark McTominay fyrir Napoli síðan hann gekk til liðs við félagið frá Manchester United fyrir tímabilið.

Eftir leikinn er Napoli með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert