Köbenhavn á toppnum í vetrarfríinu

Mohamed Elyounoussi fagnar með Orra Steiini Óskarssyni en hann skoraði …
Mohamed Elyounoussi fagnar með Orra Steiini Óskarssyni en hann skoraði þriðja mark FC Köbenhavn. AFP/Oli Scarff

FC Köbenhavn er komið í toppsæti dönsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir heimasigur á Nordsjælland, 3:1, í 17. umferðinni í kvöld. 

Köbenhavn er nú með 33 stig, jafnmörg og Midtjylland en betri markatölu. Nú er komið langt vetrarfrí í dönsku deildinni en næsta umferð fer fram um miðjan febrúar. 

Robert, Thomas Delaney og Mohamed Elyounoussi skoruðu mörk Köbenhavn en Peter Ankersen skoraði mark Nordsjælland. 

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Kaupmannahafnarliðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka