Edoardo Bove, leikmaður ítalska knattspyrnuliðsins Fiorentina, liggur á gjörgæslu í Flórens eftir að hafa hnigið niður í leik liðsins gegn Inter Mílanó í gær.
Leikurinn var stöðvaður eftir 16 mínútur þegar Bove lá skyndilega hreyfingarlaus á vellinum og honum var aflýst fljótlega í kjölfarið.
Bove er 22 ára gamall og kom til Fiorentina sem lánsmaður frá Roma í ágúst en hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Ítalíu.
Í yfirlýsingu frá Fiorentina segir að ástand Bove sé stöðugt en samkvæmt fyrstu rannsóknum hefur skaði á hjarta og öndunarfærum verið útilokaður.
Albert Guðmundsson er liðsfélagi Bove en hann sneri aftur í hópinn í gær eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla og var á meðal varamanna Fiorentina.
Ekki liggur fyrir hvenær leiknum verður haldið áfram.