Vaknaður eftir áfallið í gær

Edoardo Bove borinn af velli í leiknum í gærkvöld.
Edoardo Bove borinn af velli í leiknum í gærkvöld. AFP/Tiziana Fabi

Edoardo Bove, ítalski knattspyrnumaðurinn sem hneig niður í leik Fiorentina og Inter Mílano í A-deildinni þar í landi í gær, er vaknaður á sjúkrahúsi í Flórens.

Edoardo Bove á fullri ferð rétt áður en hann hneig …
Edoardo Bove á fullri ferð rétt áður en hann hneig niður. AFP/Tiziana Fabi

Ítalski fjölmiðillinn La Republicca skýrir frá þessu og segir að miðjumaðurinn ungi hafi byrjað á að þakka öllum kærlega fyrir að hafa komið sér til bjargar.

Hann var meðvitundarlaus eftir áfallið og var haldið sofandi á gjörgæsludeild sjúkrahússins í nótt.

Bove er 22 ára gamall og er í láni hjá Fiorentina frá Roma. Hann hefur skorað eitt mark í 11 leikjum í A-deildinni í vetur og hafði áður skorað tvö mörk í 65 leikjum með Roma. Bove hefur leikið 14 leiki með ítalska 21-árs landsliðinu og samtals 32 leiki fyrir yngri landslið þjóðar sinnar. Hann er samningsbundinn Roma til ársins 2028.

Leiknum var hætt eftir aðeins 16 mínútur vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka