Albert birti færslu eftir óhugnanlegt atvik

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson birti færslu á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að Edoardo Bove, liðsfélagi hans hjá ítalska félaginu Fiorentina, hneig niður í leik gegn Inter Mílanó á sunnudag.

The Guardian greinir frá að Bove hafi fengið hjartaáfall og að sjúkrateymi félaganna hafi í sameiningu bjargað lífi leikmannsins.

Bove er 22 ára gam­all og kom til Fior­ent­ina sem lánsmaður frá Roma í ág­úst en hann hef­ur leikið með öll­um yngri landsliðum Ítal­íu.

Albert birti mynd af Bove á Instagram með skilaboðunum „Forza Edo“ sem hægt er að þýða sem áfram Edo en orðið forza er einnig hægt að þýða sem styrkur eða öfl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert