Barcelona hafði í kvöld betur gegn Mallorca, 5:1, á útivelli í efstu deild spænska fótboltans.
Ferrán Torres kom Barcelona yfir á 12. mínútu en Vedat Muriqi jafnaði fyrir Mallorca á 43. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.
Barcelona komst aftur yfir á 56. mínútu er Raphinha skoraði úr víti. Hann var aftur á ferðinni á 74. mínútu, 3:1.
Varamaðurinn Frenkie de Jong gerði fjórða mark gestanna á 79. mínútu og annar varamaður Pau Victor skoraði fimmta markið á 84. mínútu og þar við sat.
Barcelona er í toppsætinu með 37 stig og fjórum stigum meira Real Madrid sem á tvo leiki til góða.