Leverkusen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins í fótbolta eftir útisigur á Bayern München í 16-liða úrslitum í kvöld, 1:0.
Vendipunktur leiksins kom á 17. mínútu þegar markvörðurinn Manuel Neuer fékk beint rautt spjald fyrir brot utan teigs.
Tíu leikmenn Bayern héldu út fram að 69. mínútu en þá skoraði Nathan Tella sigurmarkið, átta mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.