Albert Guðmundsson lék sinn fyrsta leik í einn og hálfan mánuð er hann kom inn á sem varamaður fyrir Fiorentina gegn Empoli í ítalska bikarnum í fótbolta í kvöld.
Því miður fyrir Albert mátti Fiorentina þola tap í vítakeppni á heimavelli, 4:3, eftir 2:2-jafntefli í venjulegum leiktíma.
Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á hjá Fiorentina á 75. mínútu í stöðunni 2:1 fyrir liðið frá Flórens. Hann tók fyrsta víti Fiorentina í vítakeppninni og skoraði.