Athletic Bilbao hafði betur gegn Real Madrid, 2:1, í spænsku 1. deildinni í fótbolta á heimavelli sínum í kvöld.
Bilbao er í fjórða sæti með 29 stig og Real í öðru sæti með 33 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona og með leik til góða.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Áles Berenguer heimamönnum yfir á 53. mínútu. Kylian Mbappé fékk gullið tækifæri til að jafna á 68. mínútu en Julen Agirrezabala í marki Bilbao varði frá honum.
Real tókst þó að jafna á 78. mínútu þegar Jude Bellingham skoraði. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Gorka Guruzeta hins vegar sigurmark Bilbao.