Sá rautt í fyrsta sinn á ferlinum

Manuel Neuer.
Manuel Neuer. AFP/Ina Fassbender

Manuel Neuer, markvörður Bayern München, fékk að líta rauða spjaldið þegar Bæjarar féllu úr leik í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir tap gegn Bayer Leverkusen í München í gær.

Leiknum lauk með naumum sigri Leverkusen, 1:0, en Neuer fékk að líta rauða spjaldið strax á 17. mínútu.

Þetta var hans fyrsta rauða spjald á ferlinum en markvörðurinn, sem er 38 ára gamall, á að baki 540 leiki fyrir Bayern München.

Alls hefur hann leikið 512 leiki í þýsku 1. deildinni með Bayern München og Schalke, þar sem hann er uppalinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert