Vekja athygli á tilþrifum Grindvíkingsins

Jón Axel Guðmundsson
Jón Axel Guðmundsson Ljósmynd/FIBA

Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur leikið vel með San Pablo Burgos í spænsku B-deildinni í körfubolta á leiktíðinni.

Hann og Bandaríkjamaðurinn Joe Cremo ná afar vel saman og samfélagsmiðladeild félagsins vakti athygli á samstarfi þeirra á X.

Í stuttu myndskeiði má sjá Jón Axel skora úr þremur sniðskotum eftir góðan samleik við Cremo í sigri liðsins á Menorca um helgina.

Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert