Leverkusen fór upp í toppsæti efstu deildar Þýskalands í fótbolta er liðið sigraði Wolfsburg, 1:0, á heimavelli í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði á bekknum hjá Leverkusen og kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og lék fram að 81. mínútu.
Leverkusen er með 26 stig, stigi meira en Wolfsburg í öðru sæti. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München eru í fjórða sæti með 23 stig og með leik til góða.