Amanda á skotskónum í Hollandi

Amanda Andradóttir var á skotskónum í dag.
Amanda Andradóttir var á skotskónum í dag. Eggert Jóhannesson

Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði annað mark Twente í 4:0-stórsigri liðsins gegn Heerenveen í hollensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Amanda byrjaði leikinn fyrir Twente og spilaði fyrstu 67 mínúturnar en mark hennar kom á 50. mínútu.

Úrslitin þýða að Twente situr í fjórða sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir átta leiki.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert