Barcelona tapaði stigum í toppbaráttunni

Assane Dialo að fagna marki sínu ásamt Jesus Rodriguez.
Assane Dialo að fagna marki sínu ásamt Jesus Rodriguez. Ljósmynd/Real Betis

Topplið Barcelona gerði 2:2 jafntefli gegn Real Betis í 1. deild karla í knattspyrnu á Spáni í dag.

Barcelona er á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 17 leiki og er með fimm stiga forskot á Real Madrid en Real á tvo leiki til góða. Betis er með 21 stig í 11. sæti.

Barcelona var 1:0 yfir í hálfleik en Robert Lewandowski skoraði á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Jules Koundé.

Þegar um klukkustund var liðin af leiknum vildi Betis fá vítaspyrnu eftir að Frenkie de Jong braut á Vitor Rogue inni í vítateig Barcelona. Dómarinn fékk skilaboð frá myndbandsdómurum leiksins að fara í skjáinn og eftir það dæmdi hann vítaspyrnu og de Jong fékk gult spjald.

Hans-Dieter Flick, knattspyrnustjóri Barcelona, fékk beint rautt spjald fyrir mótmæli og liðið kláraði leikinn án hans.

Giovani Lo Celso jafnaði metin fyrir Betis úr vítaspyrnunni og staðan var 1:1.

Barcelona var með yfirhöndina í seinni hálfleik og Ferran Torres kom liðinu aftur yfir eftir stoðsendingu frá Lamine Yamal á 82. mínútu.

 Assane Diao kom inn á sem varamaður á  jafnaði metin fyrir Betis á fjórðu mínútu uppbótartímans eftir stoðsendingu frá Aitor Rubial sem kom inn á á 72. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert