Real Madrid sigraði Girona 3:0 í 1. deild karla í knattspyrnu á Spáni í kvöld. Real er núna aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona og á leik til góða.
Real er með 36 stig og Barcelona, sem gerði 1:1-jafntefli við Real Betis fyrr í dag, er með 38 stig á toppi deildarinnar. Girona er með 22 stig í áttunda sæti.
Jude Bellingham kom Real yfir á 36. mínútu og Real var 1:0 yfir í hálfleik. Bellingham lagði svo upp annað mark Real í upphafi seinni hálfleiks sem Arda Gruler skoraði.
Kylian Mbappé sem hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið skoraði þriðja mark Real á 62. mínútu eftir stoðsendingu frá Luka Modric.