Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvennu í 5:0-stórsigri Fortuna Düsseldorf á Braunschweig í þýsku B-deildinni í dag.
Leikurinn hófst með látum en Düsseldorf skoraði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútunum. Ísak skoraði eitt og Dawid Kownacki tvö.
Ísak skoraði síðan annað mark sitt á 70. mínútu. Dzenan Pejcinovic innsiglaði sigur Düsseldorf á 85. mínútu, 5:0.
Ísak og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf
Düsseldorf situr í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum frá Paderborn á toppnum.