Sigur í endurkomu Alberts

Albert Guðmundsson hafði ekki spilað deildarleik síðan í október vegna …
Albert Guðmundsson hafði ekki spilað deildarleik síðan í október vegna meiðsla. Ljósmynd/Fiorentina

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson kom inn á í 1:0-sigri Fiorentina gegn Cagliari í ítölsku A-deildinni í dag.

Danilo Cataldi skoraði sigurmark Fiorentina á 24. mínútu. Albert kom inn á 67. mínútu en þetta var fyrsti deildarleikur hans síðan í október vegna meiðsla.

Fiorentina situr í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir Atalanta á toppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert