Knattspyrnukonan Ellie Roebuck, markvörður enska landsliðsins og Barcelona, sneri aftur á knattspyrnuvöllinn um helgina, tæpu ári eftir að hún fékk heilablóðfall.
Roebuck stóð á milli stanganna í 4:1-sigri Barcelona á Real Betis í spænsku 1. deildinni á laugardag og lék þar með sinn fyrsta leik fyrir spænska stórveldið.
Í mars síðastliðnum greindi Roebuck, sem er 25 ára gömul, frá því að hún hafi fengið heilablóðfall á síðasta ári.
Óttast var að það myndi hafa áhrif á sjón hennar en svo reyndist ekki vera, auk þess sem heilablóðfallið kom ekki niður á heilastarfseminni.
Roebuck samdi við Barcelona í sumar eftir að hafa komið á frjálsi sölu frá Manchester City, þar sem hún hafði síðast spilað fyrir tíu mánuðum.