Arnar Grétarsson og Eiður Smári Guðjohnsen koma til greina sem næstu þjálfarar danska knattspyrnuliðsins Kolding.
Bold í Danmörku greinir frá að Kolding hafi boðað Arnar, sem hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Val á miðju síðasta tímabili, í viðtal vegna starfsins.
Fari svo að Arnar fái starfið gæti Eiður Smári Guðjohnsen fylgt honum til Danmerkur en Eiður þjálfaði síðast karlalið FH en lét af störfum í lok árs 2022.
Arnar og Eiður þekkjast vel því þeir léku saman með íslenska landsliðinu. Þá var Eiður leikmaður AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brugge í Belgíu þegar Arnar var yfirmaður knattspyrnumála hjá félögunum.
Kolding er í 7. sæti dönsku B-deildarinnar með 24 stig eftir 18 leiki. Ari Leifsson er leikmaður Kolding.