Brotnaði við fyrsta rauða spjaldið

Manuel Neuer brýtur á Jeremie Frimpong og rifbeinsbrotnar í síðustu …
Manuel Neuer brýtur á Jeremie Frimpong og rifbeinsbrotnar í síðustu viku. AFP/Michaela Stache

Knattspyrnumarkvörðurinn Manuel Neuer varð fyrir því óláni að rifbeinsbrotna þegar hann fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í síðustu viku. Þar með tekur Neuer ekki frekari þátt með Bayern München á árinu.

Neuer skall harkalega saman við Jeremie Frimpong þegar Bayern tapaði 1:0 fyrir Bayer Leverkusen í þýsku bikarkeppninni fyrir viku síðan. Markvörðurinn, sem er 38 ára, fékk beint rautt spjald fyrir vikið og meiddist í leiðinni.

Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Bæjara, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að Neuer hafi rifbeinsbrotnað og býst við að hann snúi aftur í janúar á nýju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert