Liverpool fyrst í 16-liða úrslit

Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu.
Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu. AFP/Josep Lago

Liverpool er enn með fullt hús stiga í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla eftir sigur á Girona, 1:0, í Girona í kvöld.

Liverpool-liðið er á toppnum með 18 stig eftir sex leiki og er búið að tryggja sér sæti á meðal efstu átta sem fara beint í 16-liða úrslit. Girona er hins vegar í slæmum málum með aðeins þrjú stig í 30. sæti. 

Girona heimsækir AC Milan í næstu umferð en Liverpool fær Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélaga í Lille í heimsókn. 

Sigurmarkið kom á 63. mínútu. Stuttu fyrir það braut Hollendingurinn Donny van de Beek á Luis Díaz inn í teig Girona-manna og eftir athugun í VAR-sjánni benti Benoit Bastien dómari á punktinn. 

Á punktinn steig Mohamed Salah en hann skoraði af öryggi. 

Þrátt fyrir að vera hættulegir fram að markinu tókst heimamönnum illa að sækja að marki Liverpool eftir mark Salah. Enduðu því leikar 1:0, Liverpool í vil. 

Dinamo Zagreb og Celtic skildu jöfn, 0:0, á sama tíma. Celtic er í 17. sæti með níu stig og Dinamo í 21. sæti með átta. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Girona 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert