Breskt götublað gerði stólpagrín að Víkingum

Nikolaj Hansen, Tarik Ibrahimagic og Matthías Vilhjálmsson eftir leikinn gegn …
Nikolaj Hansen, Tarik Ibrahimagic og Matthías Vilhjálmsson eftir leikinn gegn Djurgården í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breska götublaðið The Sun gerði stólpagrín að knattspyrnuliði Víkings úr Reykjavík og Kópavogsvelli á Facebook-síðu sinni í gær.

Tilefni færslunnar var leikur Víkings og Djurgården frá Svíþjóð í 5. umferð Sambandsdeildarinnar sem fram fór á Kópavogsvelli í gær.

„Íslenska liðið Víkingur þarf að spila alla leiki sína í Sambandsdeildinni fyrri part dags þar sem það eru ekki flóðljós á vellinum þeirra,“ segir í færslu The Sun.

„Það hjálpaði þeim ekki í dag þegar þeir töpuðu fyrir Djurgården, 2:1,“ segir enn fremur í færslunni sem hefur vakið upp alls konar viðbrögð hjá netverjum.

Vík­ing­ar eru með sjö stig í 19. sæti Sam­bands­deild­ar­inn­ar eftir úrslit gærdagsins en liðin í 1.-8. sæti fara áfram í 16-liða úr­slit keppn­inn­ar á meðan liðin í 9.-24. sæti fara í um­spil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert