Líkir ungstirni við Orra

Orri Steinn Óskarsson fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.
Orri Steinn Óskarsson fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eyþór

Jacob Neestrup, knattspyrnustjóri FC Köbenhavn, er afar hrifinn af Amin Chiakha, ungum leikmanni liðsins. Líkir Neestrup táningnum við Orra Stein Óskarsson, sem var seldur frá danska stórveldinu til Real Sociedad í sumar.

Chiakha er 18 ára gamall og Orri Steinn er tvítugur en báðir eru þeir hávaxnir sóknarmenn.

„Það eina sem ég get sagt er að hann er á nákvæmlega sama stað og Orri var fyrir tveimur árum síðan.

Ég held að við höfum vægast sagt veðjað á réttan hest,“ sagði Neestrup í samtali við danska miðilinn Bold.dk.

Chiakha, sem er fæddur og uppalinn í Danmörku en leikur fyrir A-landslið Alsír, hefur spilað mikið fyrir Köbenhavan á yfirstandandi tímabili og er kominn með fjögur mörk í 11 leikjum í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert