Postecoglu lét leikmann Tottenham heyra það

Timo Werner.
Timo Werner. AFP/Ben Stansall

Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur með frammistöðu þýska landsliðsmannsins Timo Werners í leiknum gegn Rangers í Evrópudeildinni í Skotlandi í gær.

Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Postecoglu tók kantmanninn af velli í hálfleik vegna frammistöðu hans í fyrri hálfleik.

Tottenham er með 11 stig í 9. sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið en þær verða leiknar eftir áramót.

Óboðleg frammistaða

„Þegar  við erum með 18 ára leikmenn í hópnum þá er svona frammistaða ekki ásættanleg,“ sagði Postecoglu í samtali við Sky Sports.

„Ég ræddi það við Timo í hálfleik, þetta er þýskur landsliðsmaður. Staðan á leikmannahópnum er bara þannig að það þurfa allir að skila sínu og rúmlega það.

Eldri og reyndari leikmenn liðsins eru fyrirmyndir fyrir yngri strákana og þeir verða að standa sig. Svona frammistaða er óboðleg,“ bætti Postecoglu við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert