Slæmar fréttir af landsliðsmarkverðinum

Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elís Rafn Ólafsson, landsliðsmarkvörður Íslands og Midtjylland, er með brákað bein í hendi en hann meiddist í leik gegn Porto í Evrópudeildinni í knattspyrnu í gær.

Þetta tilkynnti danska félagið á heimasíðu sinni en Elías Rafn, sem er 24 ára gamall, fór meiddur af velli á 71. mínútu eftir samstuð við Ousma­ne Diao, varn­ar­mann Midtjyl­l­and, og Samu Ag­hehow, sókn­ar­mann Porto.

Í tilkynningu Midtjylland kemur fram að markvörðurinn þurfi að öllum líkindum að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna en hann var stokkbólginn þegar hann gekk af velli í Drekagarði í gær.

Leiknum í gær lauk með sigri Porto, 2:0, en Midtjyl­l­and er í 23. sæti Evr­ópu­deild­ar­inn­ar með 7 stig eft­ir sex leiki. Liðin í 1.-8. sæti fara áfram í 16-liða úr­slit keppn­inn­ar og liðin í 9.-24. sæti fara í um­spil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert