Sveindís Jane Jónsdóttir sló met Margrétar Láru Viðarsdóttur þegar hún skoraði fjögur mörk í stórsigri Wolfsburg á Roma, 6:1, í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta í fyrrakvöld.
Margrét Lára skoraði þrennu í riðlakeppni 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar árið 2008, í 8:0-sigri Vals á Alma frá Kasakstan. Hún og Sveindís eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað þrjú eða fleiri mörk í leik á þessu stigi keppninnar.
Margrét er hins vegar markahæst Íslendinga í 16-liða úrslitum og síðar með 16 mörk. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skorað 15 mörk á því stigi keppninnar og Sveindís Jane er nú komin með sex mörk í þriðja sæti.
Þá er Sveindís fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar kvenna sem skorar fjögur mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður.