Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt hreinu í sigri Inter Mílanó á Sassuolo, 3:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.
Inter-liðið er með 28 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik til góða.
Cecilía varði sjö skot en hún hefur aðeins fengið á sig sex mörk í ellefu leikjum með félaginu. Cecilía er á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.