Sigur í síðasta deildarleiknum á árinu

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þýskalandsmeistarar Bayern München höfðu betur gegn Turbine Potsdam, 2:0, í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum í München í dag. 

Glódís Perla Viggósdóttir, sem er fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins, var á sínum stað í vörn Bæjara. 

Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, jafnmörg og topplið Frankfurt. 

Þetta var síðasti leikur Bayern í deildinni fyrir jólafríið í Þýskalandi. Bayern mætir Arsenal á miðvikudaginn í Meistaradeildinni en hefur síðan leik á ný í febrúar næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert