Vilja að Freyr verði rekinn

Stuðningsmenn Kortrijk láta skoðun sína í ljós á leiknum í …
Stuðningsmenn Kortrijk láta skoðun sína í ljós á leiknum í gær.

Freyr Alexandersson er kominn í erfiða fallbaráttu á ný með lið Kortrijk í belgísku A-deildinni í knattspyrnu og í gær fékk liðið slæman skell á heimavelli, 3:0, gegn Dender.

Kortrijk er nú í fjórtánda sæti af sextán liðum í deildinni en fjögur neðstu liðin að hefðbundinni deildakeppni lokinni fara í sérstaka fallkeppni á lokaspretti tímabilsins.

Í gær voru nokkrir stuðningsmanna Kortrijk með áberandi borða þar sem þeir kröfðust þess að íslenski þjálfarinn hyrfi á braut, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af sjónvarpsútsendingu frá leiknum.

Freyr naut gríðarlegra vinsælda á síðasta tímabili og að því loknu eftir að hafa tekið við liðinu í nánast vonlausri stöðu um áramót og bjargað því frá falli á lokaspretti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert