Alli æfir hjá Fabregas

Dele Alli á æfingu með Everton.
Dele Alli á æfingu með Everton. Ljósmynd/Everton

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli mun æfa með ítalska félaginu Como eftir jól í þeirri von að vinna sér inn samning hjá því.

Como leikur í A-deildinni á Ítalíu og er þar í 16. sæti af 20 liðum. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, sagði við fréttamenn eftir leik liðsins gegn Roma í deildinni um helgina að Alli mætti æfa með liðinu á nýju ári.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi svo frá því á X-aðgangi sínum að hann myndi hefja æfingar með ítalska liðinu þann 26. desember.

Cesc Fabregas þegar hann lék með Chelsea.
Cesc Fabregas þegar hann lék með Chelsea. AFP

Alli hefur ekki spilað í að verða tvö ár, það gerði hann síðast með Besiktas í febrúar á síðasta ári er hann lék að láni frá Everton. Alli hefur glímt við ýmis meiðsli og persónuleg vandamál utan vallar sem hafa haldið honum frá vellinum í þetta langan tíma.

Alli er 28 ára gamall miðjumaður og hefur æft með Everton undanfarna mánuði þrátt fyrir að samningur hans hafi runnið út í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert