Ítalíumeistarar Inter Mílanó burstuðu Lazio, 6:0, á útivelli í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu í Rómarborg í kvöld.
Hakan Calhanoglu, Federico Dimarco, Nicolo Barella, Denzel Dumfries, Carlos Augusto og Marcus Thuram skoruðu mörk Inter-liðsins.
Inter er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Atalanta en með leik til góða. Lazio er í fimmta sæti með 31 stig.