Best annað árið í röð

Aitana Bonmáti er besti leikmaður í heimi.
Aitana Bonmáti er besti leikmaður í heimi. AFP/Josep Lago

Aitana Bonmatí, miðjumaður knattspyrnufélagsins Barcelona og spænska landsliðsins, var valin besti leikmaður heims af FIFA annað árið í röð. 

Tilkynnt var um þetta á verðlaunaathöfn FIFA í Doha í Katar í dag. 

Bonmatí er því besti leikmaður heims annað árið í röð en hún hefur einnig unnið síðustu tvo gullbolta. 

Hún hef­ur orðið heims­meist­ari með Spán­verj­um og Evr­ópu­meist­ari með Barcelona í tvígang á und­an­förn­um 20 mánuðum og er í lyk­il­hlut­verki hjá báðum liðum.

Hún fet­ar í fót­spor Al­ex­iu Pu­tellas sem var valin besti leikmaður heims einnig í tvö ár í röð, en þær eru sam­herj­ar hjá Barcelona og spænska landsliðinu.

Þá var Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins, valin besti þjálfarinn. 

Sex úr Barcelona í liði ársins

Sex leikmenn Barcelona eru í liði ársins hjá FIFA en það eru þær Irene Paredes, Ona Battle, Patri Guijarro, Aitana Bonmatí, Caroline Graham Hansen og Salma Paralluelo. 

Liðið í heild sinni: (4-4-2)

Mark: Alyssa Naeher, Chicago Red Stars

Vörn: Lucy Bronze hjá Chelsea, Naomi Girma hjá San Diego Wave FC, Irene Paredes hjá Barcelona, Ona Batlle hjá Barcelona

Miðja: Gabrielle Portilho hjá Corinthians, Patri Guijarro hjá Barcelona, Aitana Bonmatí hjá Barcelona, Lindsey Horan hjá Lyon 

Sókn: Caroline Graham Hansen hjá Barcelona, Salma Paralluelo hjá Barcelona

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert